Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 17:32
Elvar Geir Magnússon
Reykjavíkurmótið: Stígur Diljan skoraði og lék ólöglegur í snjóleik
Það var vetrarstemning í Fossvoginum.
Það var vetrarstemning í Fossvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stígur Diljan skoraði laglegt mark en lék ólöglegur í leiknum.
Stígur Diljan skoraði laglegt mark en lék ólöglegur í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
A-riðli Reykjavíkurmótsins lauk með leik Víkings og Leiknis í Fossvogi í dag. Það var sannkölluð vetrarstemning yfir leiknum og snjóaði hressilega á köflum en Víkingar eru að búa sig undir einvígið gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.

Dagur Ingi Hammer fer vel af stað í treyju Leiknis og kom Breiðhyltingum yfir. Davíð Örn Atlason jafnaði í 1-1, Breiðhyltingar vildu fá dæmda aukaspyrnu í aðdragandanum en ekki var dæmt.

Oliver Ekroth skoraði frá fjærstönginni eftir horn í seinni hálfleik og varamaðurinn Stígur Diljan Þórðarson skoraði svo á laglegan hátt 3-1. Kári Steinn Hlífarsson minnkaði muninn í 3-2 sem urðu lokatölur.

Stígur Diljan spilaði hinsvegar ólöglegur í þriðja sinn, hefur ekki fengið keppnisleyfi, og Leiknir mun fá dæmdan 3-0 sigur og Víkingur enn eina sektina.

KR vann A-riðilinn og mun mæta Val eða Fylki úr B-riðli í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Fylkir og Valur mætast í Egilshöll í kvöld klukkan 19. Valur er með þriggja stiga forystu á Fylki og betri markatölu upp á þrjú mörk fyrir leikinn.

Fram og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í B-riðlinum í dag. Leikið var á Lambhagavellinum. Fram lék manni færri stærstan hluta leiksins en Fred Saraiva fékk rautt spjald eftir 30 mínútna leik.

Víkingur 3 - 2 Leiknir
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
1-1 Davíð Örn Atlason
2-1 Oliver Ekroth
3-1 Stígur Diljan Þórðarson
3-2 Kári Steinn Hlífarsson

Fram 2 - 2 Þróttur
1-0 Egill Otti Vilhjálmsson ('6)
Rautt spjald: Fred, Fram ('30)
1-1 Benóný Haraldsson ('38)
2-1 Már Ægisson ('45)
2-2 Hlynur Þórhallsson ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner