Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Harðasti, fljótasti og sterkasti varnarmaðurinn ákvað að yfirgefa félagið
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sér á eftir enska varnarmanninum Kyle Walker sem ákvað að yfirgefa félagið og ganga í raðir AC Milan á Ítalíu.

Walker var hluti af einu besta liði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og var lengi vel með bestu hægri bakvörðum heims.

Englendingurinn kom til Man City frá Tottenham árið 2017 og spilaði mikilvæga rullu í öllum sex deildartitlum félagsins undir stjórn Guardiola.

Honum hrakaði svakalega á þessu tímabili og var orðinn veiki hlekkurinn í vörn City. Walker tók þá ákvörðun í byrjun gluggans að fara frá Man City og hefur hann nú formlega gengið í raðir Milan á láni út tímabilið.

„Hann tók ákvörðun um að fara. Harðasti, fljótasti og sterkasti varnarmaður sem við höfum átt ákvað að fara.“

„Ég vil þakka honum kærlega fyrir þessi sjö ár sem hann var hjá okkur þar sem hann sýndi okkur þéttleika og vann fjölda titla. Ég þakkaði honum persónulega fyrir og fyrir framan hópinn og ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta,“
sagði Guardiola á blaðamannafundi.
Athugasemdir
banner
banner