Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 09:36
Elvar Geir Magnússon
Twente blandar sér í slaginn um Kristian Hlyns
Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá Ajax.
Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá Ajax.
Mynd: Getty Images
Twente vill fá Kristian Hlynsson í sínar raðir en félagið er í leit að styrkingu á miðsvæðið. Twente situr í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Hollenski miðillinn VI segir að Twente hafi áhuga á að fá Kristian á lán út þetta tímabil, með möguleika á kaupum í sumar. Það er þó talað um að það gæti reynst erfitt fyrir félagið að fjármagna það að fá Kristian, meðal annars vegna launakostnaðar.

Kristian, sem er 21 árs, hefur verið utan hóps í síðustu deildarleikjum Ajax og er orðaður við brottför frá félaginu. Sóknarmiðjumaðurinn ungi hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Fleiri félög í hollensku úrvalsdeildinni hafa sýnt Kristian áhuga. Þar hafa NEC Nijmegen, Groningen og Sparta Rotterdam verið nefnd. Þá hefur þýska B-deildarfélagið Fortuna Düsseldorf lýst yfir áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner