Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Njarðvík lagði sterkt lið KR
Símon Logi
Símon Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2-4 Njarðvík
Mörk KR: Júlíus Mar Júliusson og Jóhannes Bjarnason
Mörk Njarðvíkur: Símon Logi Thasaphong, Freysteinn Ingi Guðnason og Valdimar Jóhannssonx2

Njarðvík heimsótti KR í æfingaleik í dag. KR var með sterkt lið en yngri og óreyndari leikmenn spiluðu gegn ÍR í Reykjavíkurmótinu í dag.

Staðan var 3-2, Njarðvík í vil í hálfleik og liðið bætti einu marki við í þeim seinni. Símon Logi Thasaphong, Freysteinn Ingi Guðnason og Valdimar Jóhannsson skoruðu mörk Njarðvíkur en Valdimar skoraði tvennu.

Það voru Júlíus Mar Júlíusson og Jóhannes Bjarnason sem skoruðu mörk KR.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner