Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Jakobína í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Stjarnan hefur fengið Jakobínu Hjörvarsdóttur á láni frá Breiðabliki út tímabilið en félögin tilkynntu skiptin í dag.

Jakobína, sem er tvítug, varð Íslandsmeistari með Blikum á síðustu leiktíð, en hún gekk í raðir félagsins frá Þór/KA árið 2023.

Á síðustu leiktíð lék hún 10 leiki í deild- og bikar með Blikum.

Alls á hún 66 leiki í efstu deild og skorað 2 mörk, en hún er nú gengin í raðir Stjörnunnar á láni út tímabilið.

Varnarmaðurinn öflugi á einnig 29 leiki landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands og spilaði nú síðast tvo landsleiki með U23 ára landsliðinu gegn Finnlandi í október.



Athugasemdir
banner
banner
banner