Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Man Utd gætu skipst á leikmönnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg greinir frá því að Chelsea og Manchester United séu að skoða þann möguleika að skiptast á leikmönnum fyrir gluggalok.

Chelsea hefur mikinn áhuga á að fá argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho á meðan Manchester United vill fá Christopher Nkunku.

Garnacho, sem er tvítugur, er ekki hluti af framtíðarsýn Ruben Amorim og er United tilbúið að hlusta á tilboð í hann í þessum mánuði á meðan Nkunku er sagður óánægður með spiltíma sinn hjá Chelsea.

Í síðasta mánuði fóru miðlar að skrifa um að Chelsea og Man Utd gætu skipst á leikmönnunum og ýtir nú Plettenberg undir þann orðóm í dag.

Félögin hafa rætt skiptin en engin ákvörðun hefur verið tekin á þessum tímapunkti.

Garnacho hefur komið að þrettán mörkum í 33 leikjum með United á þessari leiktíð á meðan Nkunku hefur komið að 17 mörkum í 28 leikjum með Chelsea.

Napoli hefur einnig rætt við Man Utd um Garnacho en þær viðræður hafa kólnað síðasta sólarhringinn og er Chelsea nú sagður líklegasti áfangastaður Argentínumannsins.

Samkvæmt miðlunum verðmetur Chelsea Nkunku á 70 milljónir punda á meðan United vill um 60 milljónir punda fyrir Garnacho.
Athugasemdir
banner
banner
banner