Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 17:47
Elvar Geir Magnússon
Hrikaleg byrjun Khusanov - „Það er ekki hægt að byrja verr“
Abdukodir Khusanov átti martraðarmínútur í upphafi síns fyrsta leiks fyrir Manchester City.
Abdukodir Khusanov átti martraðarmínútur í upphafi síns fyrsta leiks fyrir Manchester City.
Mynd: Getty Images
Leikur Manchester City og Chelsea er í gangi en það er vægt til orða tekið þegar sagt er að varnarmaðurinn Abdukodir Khusanov hafi átt slæma byrjun í sínum fyrsta leik fyrir City.

Khusanov gaf mark strax á þriðju mínútu, hann misreiknaði boltann og gaf hann svo á silfurfati til Noni Madueke sem kom Chelsea yfir.

„Það er ekki hægt að byrja verr. Fyrsti Úsbekinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni fær erfiða eldskírn," sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á Síminn Sport.

Strax eftir þetta mark Chelsea fékk Khusanov svo gult spjald þegar hann tæklaði Cole Palmer.

Khusanov er tvítugur en Pep Guardiola sagði þetta um leikmanninn á fréttamannafundi í gær: „Khusanov hefur spilað í frönsku deildinni og er vanur því að glíma við hraða og sterka leikmenn. Hann talar ekki mikla ensku svo samskipti er eitt af því sem við þurfum að vinna með."

Manchester City hefur gert ótrúlega mörg varnarmistök á þessu tímabili. Rúben Dias er meðal áhorfenda í stúkunni eftir að hafa meiðst í síðasta leik.
Athugasemdir
banner
banner