Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 14:49
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: ÍR-ingar skoruðu fimm gegn KR
Úr leiknum í snjónum í dag
Úr leiknum í snjónum í dag
Mynd: Mummi Lú
KR 0 - 5 ÍR
0-1 Arnór Sölvi Harðarson ('6 )
0-2 Guðjón Máni Magnússon ('15 )
0-3 Guðjón Máni Magnússon ('45 )
0-4 Bergvin Fannar Helgason ('54 )
0-5 Bergvin Fannar Helgason ('73 )

ÍR-ingar gjörsigruðu KR-inga, 5-0, í síðasta leik liðanna í A-riðli Reykjavíkurmótsins á KR-vellinum í dag.

KR var þegar búið að vinna riðilinn og gat því Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, leyft sér að gera fjölmargar breytingar en aðeins Eiður Gauti Sæbjörnsson og Hjalti Sigurðsson héldu sæti sínu í liðinu frá 3-2 sigrinum á Leikni.

ÍR-ingar komust í 2-0 á fyrstu fimmtán mínútum leiksins í gegnum þá Arnór Sölva Harðarson og Guðjón Mána Magnússon og þá bætti Guðjón við öðru marki sínu undir lok fyrri hálfleiks.

Bergvin Fannar skoraði tvö til viðbótar í síðari hálfleiknum til að tryggja ÍR-ingum annan sigurinn í mótinu, en liðið er nú í öðru sæti með 7 stig eftir fjóra leiki.

Eins og áður kom fram er KR komið áfram í úrslitaleikinn en það kemur í ljós síðar í kvöld hver andstæðingur liðsins verður. Úrslitaleikurinn fer fram 30. janúar næstkomandi.
Athugasemdir
banner