Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid gefst upp á að fá Trent í þessum glugga
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er hætt að reyna við að fá Trent Alexander-Arnold frá Liverpool í þessum glugga en þetta segir enska blaðið Daily Mail.

Real Madrid er sagt leiða kapphlaupið um undirskrift Alexander-Arnold sem verður samningslaus í sumar, en félagið gerði tilraun til þess að fá hann á lægra verði í þessum glugga.

Félagið hafði samband við LIverpool í byrjun janúar með það í huga að leggja fram 15-20 milljóna punda tilboð en Liverpool hafnaði viðræðunum.

Daily Mail segir að Real Madrid telji það núna ómögulegt að sækja Trent í þessum mánuði og mun það því ekki gera frekari tilraunir til þess að kaupa hann.

Alexander-Arnold er lykilmaður í liði Liverpool og er einbeittur á að vinna titla á mögulega hans síðustu leiktíð með félaginu.

Næstu mánuðir verða áhugaverðir en Liverpool er enn að reyna sannfæra Englendinginn um að halda kyrru fyrir. Samkvæmt ensku miðlum hefur hann hafnað nokkrum samningstilboðum frá uppeldisfélaginu en Liverpool telur að ekki sé öll von úti.
Athugasemdir
banner
banner