Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 10:14
Brynjar Ingi Erluson
Villa ætlar að vera með í kapphlaupinu um Cunha - Ólíklegt að Rashford fari til Barcelona
Powerade
Matheus Cunha er eftirsóttur
Matheus Cunha er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Verður Rashford áfram á Old Trafford?
Verður Rashford áfram á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Duran gæti endað í Sádi-Arabíu
Duran gæti endað í Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Matheus Cunha er eftirsóttur, ekkert gengur hjá Marcus Rashford að finna sér nýtt félag og þá gæti Manchester United fengið nýjan bakvörð. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Aston Villa er búið að skrá sig í kapphlaupið um Matheus Cunha (25), leikmann Wolves, en Nottingham Forest, Chelsea, Arsenal, Tottenham og Manchester United eru einnig á eftir honum. (Mail)

Ólíklegt er að Barcelona geti fengið Marcus Rashford (27), leikmann Manchester United, í þessum glugga þar sem félagið hefur ekki selt nógu marga leikmenn til þess að fjármagna kaupin. (ESPN)

Manchester United mun leggja fram annað tilboð í Patrick Dorgu (20), varnarmann Lecce á Ítalíu, eftir að 25 milljóna punda tilboði félagsins var hafnað. (Fabrizio Romano)

Ruben Amorim, stjóri Man Utd, er þá orðinn pirraður á hægagangi félagsins á markaðnum, en það hefur ekki keypt né selt leikmann í þessum glugga. (MEN)

Sádi-arabíska félagið Al-Nassr er að undirbúa opinbert tilboð í Jhon Duran (21), framherja Aston Villa. (Telegraph)

Ajax hefur tjáð West Ham að félagið þurfi að kaupa hollenska framherjann Brian Brobbey (22) þar sem það hefur engan áhuga á að lána hann út í glugganum. (Fabrizio Romano)

Real Madrid hefur opnað viðræður við Joshua Kimmich (29), leikmann Bayern München og þýska landsliðsins, en samningur hans rennur út í sumar. (Bild)

Alejandro Garnacho (20), vængmaður Manchester United, mun ganga í raðir Chelsea í þessum mánuði eftir að viðræður við Napoli sigldu í strand. (Teamtalk)

Everton er að vonast til þess að geta sent albanska framherjann Armando Broja (23) aftur til Chelsea og fengið annan í skiptum, en ensku miðjumennirnir Kiernan Dewsbury-Hall (26) og Carney Chukwuemeka (21) eru á óskalista David Moyes. (Guardian)

Arsenal er opið fyrir því að selja úkraínska vinstri bakvörðinn Oleksandr Zinchenko (28) en hefur ekki enn fengið formlegt tilboð í leikmanninn. (Sky Sports)

Atlético Madríd hefur áhuga á Zinchenko sem getur bæði spilað í vörn og á miðju, en áhugi Borussia Dortmund hefur dvínað. (Sky Sports)

Brighton er að skoða það hvort félagið vilji leyfa írska framherjanum Evan Ferguson (20) að fara á láni í þessum mánuði en fjölmörg félög í ensku úrvalsdeildinni eru sögð áhugasöm. (Mail)

Spænska felagið Deportivo La Coruna hefur hafnað 8 milljóna punda tilboði Chelsea í spænska vængmanninn Yeremay Hernandez (22). (Fabrizio Romano)

Ali Al-Hamadi (22), leikmaður Ipswich, stóðst á dögunum læknisskoðun hjá enska B-deildarliðinu Stoke City, en hann gengur í raðir félagsins á láni út tímabilið. (Sky Sports)

Barcelona er að fylgjast náið með stöðu brasilíska varnarmannsins Murillo (22), en hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Juventus. (Sport)

Aston Villa er að undirbúa tilboð í Semih Kilicsoy (19), framherja Besiktas, fyrir gluggalok. (Football Insider)

Atalanta ætlar sér að halda nígeríska framherjanum Ademola Lookman (27) sem hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina. (Corriere della Sera)
Athugasemdir
banner
banner
banner