Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   lau 27. ágúst 2022 20:40
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Þetta er eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og lærisveinar hans í liði Vestri naga sig í handarbökin fyrir að hafa tapað niður forystu gegn Grindavík eftir 2-2 jafntefli liðanna í Grindavík í dag. Þegar um 10 mínútur lifðu leiks var staðan 2-0 fyrir Vestra en tvö mörk á tveimur mínútum frá heimamönnum meðal annars úr umdeildri vítaspyrnu komu í veg fyrir að Vestramenn fögnuðu sigri. Er Gunnar ósáttur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Vestri

„Það er alveg á hreinu, þeir fengu ágætis hjálp við að jafna frá dómaratríóinu og því miður hef ég bara aldrei séð annað eins. Þetta víti sem var dæmt á okkur hérna í lokin ég bara næ því ekki ennþá hvernig hægt var að dæma á þetta. En þetta er eitthvað sem dómarstéttin þarf að skoða og kíkja yfir. “

Fréttaritara lék forvitni á að vita hvernig Gunnar metur tímabilið sem heild nú þegar líða fer að lokum þess og hvort tímabilið sé vonbrigði eða eðlilegt skref til baka í uppbyggingu.

„Þegar ég tek við þessu korter í mót þá erum við ekki á þeim stað sem við erum í dag. Við erum orðnir virkilega flott fótboltalið og sýndum það á köflum hérna þó aðstæður hafi nú verið þokkalega erfiðar eins og oft hérna í Grindavík.“

Um framhaldið og hvort Gunnar hyggðist halda áfram þjálfun Vestra á næsta tímabili sagði Gunnar.

„Við eigum bara eftir að setjast niður og skoða það. Hvað ég ætla að gera og hvað stjórninn vill og fleira. En á meðan ég er við stjórnvölinn þá legg ég mig alltaf hundrað prósent fram og ég er mjög sáttur við þá vinnu sem hefur verið lögð í að koma þessu liði á næsta stig og mér finnst við vera það núna. Auðvitað er það of seint til þess að vera gera eitthvað í toppbaráttunni en kannski er þetta byrjunin á einhverju stærra á næsta ári.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner