Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 27. ágúst 2022 20:40
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Þetta er eitthvað sem dómarastéttin þarf að skoða
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og lærisveinar hans í liði Vestri naga sig í handarbökin fyrir að hafa tapað niður forystu gegn Grindavík eftir 2-2 jafntefli liðanna í Grindavík í dag. Þegar um 10 mínútur lifðu leiks var staðan 2-0 fyrir Vestra en tvö mörk á tveimur mínútum frá heimamönnum meðal annars úr umdeildri vítaspyrnu komu í veg fyrir að Vestramenn fögnuðu sigri. Er Gunnar ósáttur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Vestri

„Það er alveg á hreinu, þeir fengu ágætis hjálp við að jafna frá dómaratríóinu og því miður hef ég bara aldrei séð annað eins. Þetta víti sem var dæmt á okkur hérna í lokin ég bara næ því ekki ennþá hvernig hægt var að dæma á þetta. En þetta er eitthvað sem dómarstéttin þarf að skoða og kíkja yfir. “

Fréttaritara lék forvitni á að vita hvernig Gunnar metur tímabilið sem heild nú þegar líða fer að lokum þess og hvort tímabilið sé vonbrigði eða eðlilegt skref til baka í uppbyggingu.

„Þegar ég tek við þessu korter í mót þá erum við ekki á þeim stað sem við erum í dag. Við erum orðnir virkilega flott fótboltalið og sýndum það á köflum hérna þó aðstæður hafi nú verið þokkalega erfiðar eins og oft hérna í Grindavík.“

Um framhaldið og hvort Gunnar hyggðist halda áfram þjálfun Vestra á næsta tímabili sagði Gunnar.

„Við eigum bara eftir að setjast niður og skoða það. Hvað ég ætla að gera og hvað stjórninn vill og fleira. En á meðan ég er við stjórnvölinn þá legg ég mig alltaf hundrað prósent fram og ég er mjög sáttur við þá vinnu sem hefur verið lögð í að koma þessu liði á næsta stig og mér finnst við vera það núna. Auðvitað er það of seint til þess að vera gera eitthvað í toppbaráttunni en kannski er þetta byrjunin á einhverju stærra á næsta ári.“

Sagði Gunnar Heiðar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner