Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bara tvö störf sem vekja áhuga hjá Zidane
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane hefur verið án starfs í tæp fjögur ár og heldur áfram að hafna því að hefja viðræður við hinu ýmsu fótboltafélög og landslið sem hafa áhuga á að nýta sér krafta hans.

Spænski miðillinn Marca heldur því fram að það séu aðeins tvö þjálfarastörf í fótboltaheiminum sem Zidane hefur áhuga á. Annars vegar er það spænska stórveldið Real Madrid og hins vegar franska karlalandsliðið.

Zidane er 52 ára gamall og starfaði sem aðalþjálfari hjá Real Madrid í tvö og hálft ár frá 2016 til 2018 og stýrði liðinu svo aftur í tvö ár frá 2019 til 2021.

Hann hefur unnið spænsku deildina tvisvar sinnum sem þjálfari Real Madrid og Meistaradeildina þrisvar, eftir að hafa sigrað bæði deild og Meistaradeild einnig sem leikmaður hjá Real Madrid þar sem hann lék í fimm ár frá 2001 til 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner