Spænska félagið Real Betis tók á móti Rayo Vallecano í efstu deild spænska boltans um helgina og vakti mikið leikfangaflóð athygli heimsbyggðarinnar.
Áhorfendur voru hvattir til að mæta með mjúk leikföng og kasta þeim inn á völlinn fyrir upphafsflautið í síðasta heimaleik liðsins fyrir jól.
Þetta er árlegt átak sem Real Betis stendur fyrir þar sem leikföngin eru svo gefin áfram í hjálparstarf fyrir fátæk börn úr fjölskyldum sem eiga ekki nægan pening til að kaupa jólagjafir.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu atviki þar sem áhorfendur kasta fleiri þúsund leikföngum inn á völlinn fyrir fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar.
Real Betis fans shower the pitch with toys to be given to children in need over the festive period
byu/microwave-3200 insoccer
Athugasemdir