Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Garðar og Ottó áfram hjá Víði
Mynd: Víðir
Þeir Jón Garðar Arnarsson og Ottó Helgason ætla taka slaginn með Víði í 2. deild á komandi tímabili.

Markvörðurinn Jón Garðar gekk í raðir Víðis frá Njarðvík í byrjun árs og spilaði í sumar sinn fyrsta deildarleik í meistaraflokki. Hann er 18 ára gamall.

Ottó er 19 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Víðis síðasta vetur frá Keflavík og lék sitt fyrsta tímabil í meistarflokki. Hann kom við sögu í 14 leikjum i öllum keppnum og skoraði eitt mark.

„Það er ánægjulegt að halda í þessa ungu og efnilegu drengi og hlökkum við til að sjá meira af þeim í Víðistreyjunni," segir í tilkynningu Víðis.
Athugasemdir
banner
banner