„Fyrsta markmiðið er að komast í topp sex," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, þegar hann er spurður út í spá Fótbolta.net fyrir komandi tímabil.
FH er spáð sjöunda sæti deildarinnar í sérstakri spá Fótbolta.net fyrir mótið. FH ætlar sér stærri hluti en það.
FH er spáð sjöunda sæti deildarinnar í sérstakri spá Fótbolta.net fyrir mótið. FH ætlar sér stærri hluti en það.
Heimir segir að það hafi gengið upp og niður hjá FH í vetur, en honum líst vel á komandi sumar.
„Vel, eins og alltaf. Við erum búnir að æfa vel og spilum síðasta æfingaleikinn við Þrótt á sunnudaginn klukkan 14 sem er lokaundirbúningur fyrir mótið," segir Heimir en hvernig horfir hann til baka á síðustu leiktíð?
„Vonbrigði hvernig við enduðum mótið. Spiluðum mjög vel fyrstu 20 leikina og vorum í góðri stöðu. Svo fjaraði undan þessu og vonbrigði að gera ekki betur í úrslitakeppninni. En við erum reynslunni ríkari í ár og ætlum að gera betur."
Það hafa orðið nokkrar mannabreytingar í vetur. Hvernig líst þér á þessar breytingar? Viltu fá fleiri menn inn?
„Já, eðlilega eru skörð höggvin við það að við seldum menn erlendis. Við höfum fengið góða menn í staðinn sem hafa staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Auðvitað var áfall við það að Ísak Óli skyldi meiðast, frábær varnarmaður og einn af betri varnarmönnum í deildinni. Í ljósi þess væri gott að fá einn varnarmann. En svo eru líka ungir og efnilegir leikmenn sem hafa fengið tækifæri á undirbúningstímabilinu og vonandi halda þeir áfram að bæta sig," segir Heimir.
Einhver skilaboð að lokum til stuðningsmanna?
„Vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni í sumar, það gefur okkur klárlega auka kraft. Liðið okkar í ár er mikið samsett af uppöldum FH-ingum og öðrum ungum spennandi leikmönnum. Ef það er ekki góð ástæða fyrir því að mæta á völlinn þá veit ég ekki hvað."
Athugasemdir