Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, meiddist í úrslitaleik Bose-mótsins gegn Víkingi R. sem er enn í gangi.
Meiðslin litu mjög illa út í fyrstu þar sem Stefán Árni var borinn af velli og var sjúkrabíll fljótur á svæðið.
Í fyrstu virtist um ökklabrot að ræða en eftir nánari athugun virðist Stefán Árni hafa farið nokkuð illa úr ökklalið.
Uppfært laugardag, 00:40: Meiðslin eru alvarlegri en fyrstu fréttir sögðu til um. Hann fór úr ökklalið og auk þess brotnaði bein í fæti hans.
Meiðslin litu mjög illa út í fyrstu þar sem Stefán Árni var borinn af velli og var sjúkrabíll fljótur á svæðið.
Í fyrstu virtist um ökklabrot að ræða en eftir nánari athugun virðist Stefán Árni hafa farið nokkuð illa úr ökklalið.
Uppfært laugardag, 00:40: Meiðslin eru alvarlegri en fyrstu fréttir sögðu til um. Hann fór úr ökklalið og auk þess brotnaði bein í fæti hans.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 1 KR
Stefán Árni meiddist eftir samskipti sín við Daníel Hafsteinsson, aðeins skömmu eftir að hafa verið rifinn niður af Karli Friðleifi Gunnarssyni með glímutökum.
„Nei nei þetta má ekki," segir meðal annars í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum.
„Aftur er Stefán Árni í atinu og fer niður eftir viðskipti við Daníel Hafsteinsson. Þetta lítur alls ekki vel út og sjúkraþjálfarar beggja liða og börur eru kallaðar til."
Síðari hálfleikur er nýfarinn af stað og er staðan 2-1 fyrir Víking.
Athugasemdir