
Fjölnir í Inkasso-deild kvenna hefur styrkt sig fyrir átökin í seinni hluta deildarinnar en Ástrós Eiðsdóttir er kominn til félagsins frá ÍR.
Ástrós, sem er 28 ára gömul, gerir samning við Fjölni út næsta tímabil en hún á yfir 115 meistaraflokkleiki í deild- og bikar og hefur gert 16 mörk í þeim.
Hún getur spilað stöðu framherja auk þess sem hún getur spilað á miðjunni.
Hún er komin með leikheimild með Fjölni og getur því leikið með liðinu gegn Akranesi þann 31. júlí næstkomandi.
Athugasemdir