Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, telur að sóknarmaðurinn Harry Kane sé óánægður hjá Tottenham og það endurspeglist í frammistöðu hans inn á vellinum.
Kane vildi fara frá Spurs síðasta sumar og hafði Manchester City mikinn áhuga. Tottenham vildi hins vegar ekki selja hann.
Enski landsliðsfyrirliðinn hefur ekki enn skorað á tímabilinu og hefur hann verið mjög slakur í liði Tottenham sem hefur tapað þremur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.
„Ekkert mark og engin stoðsending á 381 mínútu, sex skot, fjórar lykilsendingar... þetta er ekki sá Harry Kane sem við þekkjum, fjarri því," sagði Ferdinand í hlaðvarpi sínu.
Hann telur að Kane sé fúll yfir því að hafa ekki fengið að fara í sumarglugganum.
„Ég get ímyndað mér að hann sé óánægður með að þurfa að vera hjá Tottenham núna og frammistaða hans endurspeglar það."
Kane er búinn að skora tvö í Sambandsdeildinni og eitt í deildabikarnum, en hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir