Grótta tilkynnti í dag að Dominic Ankers hefði verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna. Hann tekur við af Matthíasi Guðmundssyni sem keyptur var til Vals fyrr í haust.
Dom er 29 ára Englendingur sem hefur verið hjá Gróttu síðan hann kom til félagsins árið 2021. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari í báðum meistaraflokkum og einnit þjálfað 2. og 5. flokk karla hjá félaginu.
Dom er 29 ára Englendingur sem hefur verið hjá Gróttu síðan hann kom til félagsins árið 2021. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari í báðum meistaraflokkum og einnit þjálfað 2. og 5. flokk karla hjá félaginu.
Grótta endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í sumar og var markatölunni frá því að fara upp í Bestu deildina.
Úr tilkynningu Gróttu
Dom er með B.Sc gráðu í íþróttavísindum frá Loughborough háskóla og þjálfaði m.a. í akademíu Norwich City og þróunarhópa hjá Derby County og Cambridge United.
„Það er óhætt að segja að við í stjórn knattspyrnudeildar Gróttu séum einkar ánægð með ráðninguna. Við treystum Dom fullkomlega fyrir verkefninu - hann þekkir innviði okkar í Gróttu út og inn og kemur með nýja sýn, reynslu og mikla fótboltalega þekkingu inn í starfið. Dom hefur frá byrjun verið frábær liðsmaður og nú hlökkum til að sjá hvað hann gerir með okkar efnilega lið á næstu árum," segir Harpa Frímannsdóttir sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Gróttu.
„Fyrst og fremst er ég mjög þakklátur fyrir því að vera treyst fyrir svo mikilvægu starfi hjá Gróttu. Það er spennandi að leiða þennan frábæra hóp leikmanna á komandi tímabili og hjálpa bæði leikmönnunum og liðinu í heild sinni. Ég hef unnið með framúrskarandi þjálfurum í faglegu umhverfi meistaraflokkanna síðustu árin og lært mikið af því samstarfi. Nú þarf ég að byggja á því góða sem hefur verið gert og setja minn svip á liðið um leið," segir Dom sjálfur.
Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir heldur áfram sem aðstoðarþjálfari og hefur jafnframt tekið yfir sem styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna. Melkorka kláraði nýverið meistaranám í sjúkraþjálfun og hefur lokið UEFA B þjálfararéttindum. Leit stendur yfir að öðrum aðstoðarþjálfara sem mun manna teymið með Dom og Mellý.
Athugasemdir