ÍA 4 - 0 ÍR
Mörkin: Marko Vardic x2, Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson.
Mörkin: Marko Vardic x2, Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson.
ÍA tók á móti Lengjudeildarliði ÍR í Akraneshöllinni í gær og vann öruggan 4-0 í sínum síðasta leik fyrir Íslandsmót.
Marko Vardic skoraði tvennu í leiknum og þeir Steinar Þorsteinsson og næst markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrra, Viktor Jónsson, skoruðu sitt markið hvor.
Gabríel Snær Gunnarsson, fæddur 2008, var í byrjunarliði ÍA í gær. Gísli Laxdal Unnarsson, sem keyptur var frá Val í liðinni viku, var sömuleiðis í byrjunarliðinu.
Byrjunarlið ÍA: Árni; Jón Gísli, Hlynur, Erik, Oliver, Gísli; Marko, Rúnar, Steinar; Viktor og Gabríel.
ÍA mætir Fram á útivelli í 1. umferð Bestu deildarinnar eftir átta daga. Næsti leikur ÍR verður gegn Árborg eða Augnabliki í 2. umferð bikarsins eftir viku.
Smelltu hér til að sjá myndir úr leiknum
Athugasemdir