Valur 3 - 1 Afturelding
0-1 Aron Elí Sævarsson
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson
2-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
3-1 Bjarni Mark Duffield
0-1 Aron Elí Sævarsson
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson
2-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
3-1 Bjarni Mark Duffield
Valur tók á móti Aftureldingu í æfingaleik á N1 vellinum í gærkvöldi. Leikurinn var síðasti leikur liðanna fyrir Íslandsmótið.
Uppaldi Valsarinn, Aron Elí Sævarsson, skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði fyrir leikhlé.
Kristinn Freyr Sigurðsson kom svo Val yfir áður en varamaðurinn Bjani Mark innsiglaði sigurinn. Elmar Kári Enesson Cogic spilaði sínar fyrstu mínútur með Aftureldingu síðan í janúar en hann kom inn á í seinni hálfleik.
Nýliðarnir í Aftureldingu heimsækja Breiðablik í 1. umferð Bestu deildarinnar eftir viku. Valur tekur svo á móti Vestra eftir átta daga.
Byrjunarlið Vals: Ögmundur; Birkir, Hólmar, Markus, Orri S; Tómas, Kristinn, Albin; Jónatan, Patrik, Tryggvi.
Byrjunarlið Aftureldingar: Jökull; Georg, Sigurpáll, Axel, Aron Elí; Bjartur, Oliver, Þórður, Aron J, Hrannar; Andri.
Athugasemdir