Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   þri 30. ágúst 2022 13:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar í skýjunum: Engin óvissa lengur
,,Orðinn klúbburinn minn''
Það er engin ástæða til að breyta til
Það er engin ástæða til að breyta til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er ennþá markmið sem við eigum eftir að ná
Þá er ennþá markmið sem við eigum eftir að ná
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Víking. Hann er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025.

Fótbolti.net ræddi við Arnar um nýja samninginn og er viðtalið í lengri kantinum. Það má sjá það í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

„Ég er í skýjunum. Í fyrsta lagi er þetta ákveðin viðurkenning á mín störf, mér hefur liðið vel hérna frá fyrsta degi síðan ég kom hérna 2018. Í dag er þetta orðinn klúbburinn minn, ótrúlegt fólk sem er að styðja mig hérna; stjórn, stuðningsmenn og leikmenn. Það verða mögulega ekki allir leikmenn ánægðir með þetta. Mér finnst þetta líka kúl tímapunktur að gera þetta núna, það er stórleikur framundan á morgun, baráttan að hefjast í haust um að verja Íslandsmeistaratitilinn, þannig ég gæti ekki verið ánægðari."

„Mér finnst, þrátt fyrir að við erum búnir að vinna góða titla og góða sigra saman þá er ennþá markmið sem við eigum eftir að ná: stabílísera klúbbinn, komast lengra í Evrópu og alls skonar svona hlutir. Það er engin ástæða til að breyta til."


Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu.

„Ég held að orðið sé bara stabilítet. Þetta gefur mér öryggi og gefur klúbbnum öryggi. Það vita allir hvernig við erum að vinna núna, hvaða 'concept' er í gangi. Það er engin óvissa, engin óvissa lengur hvað er að fara gerast á haustin eins og gengur og gerist hjá mörgum klúbbum þar sem þjálfarar eru að naga neglurnar á sér frá 1. október til 15. október eða hvað sem er - hvort þeir missa starfið sitt eða ekki."

Arnar segir að metnaður sinn liggi í því að ná eins langt og hægt er og ræðir um möguleikann á því að hann fari erlendis.

Hann segir tímasetninguna á þessari tilkynningu Víkings enga tilviljun.

„Vonandi gefur þetta öllum 'push'; leikmönnum og stuðningsmönnum. Það er 21 leikmaður í hóp, það eru sjö sem elska þig, sjö sem finnst þú allt í lagi en svo eru sjö sem hata þig. Þessir sjö munu væntanlega ekki vera ánægðir með þetta. Tímasetningin er klárlega valin til að gefa öllum innspýtingu. Þetta er þvílíkt verkefni á morgun, við vonandi fjölmennum á völlinn og gefum Blikunum góðan leik."

Arnar var að lokum spurður hvort hann að það fælist launahækkun í nýja samningnum.

„Já, klárlega - eins og á að vera, hvort sem þú lögfræðingur, endurskoðandi, eða fótboltaþjálfari þá er þetta viðurkenning fyrir vel unnin störf. Þetta er örugglega ekki fyrsta launahækkunin í sögu fótboltans," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner