banner
   fim 30. september 2021 13:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn: Fimm ný nöfn
Icelandair
Sveinn Aron kemur aftur inn í hópinn.
Sveinn Aron kemur aftur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már í landsleik árið 2017.
Elías Már í landsleik árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópurinn fyrir komandi leiki gegn Liechtenstein og Armeníu hefur verið tilkynntur. Ísland spilar tvo heimaleiki í landsliðsverkefninu sem hefst í næstu viku. Leikirnir eru hluti af undankeppni HM í Katar. Ísland hefur farið illa af stað í riðlinum og er með fjögur stig eftir sex leiki.

Fimm leikmenn eru í hópnum sem ekki voru valdir í síðasta verkefni það eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Elías Már Ómarsson og Stefán Teitur Þórðarson.

Það eru þeir Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Arnór Sigurðsson, Mikael Egill Ellertsson og Gísli Eyjólfsson sem detta úr hópnum.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarmaður hans, Eiður Smári Guðjohnsen, munu sitja fyrir svörum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 13:15.

Íslenski landsliðshópurinn - 25 leikmenn:
Markverðir:
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK
Rúnar Alex Rúnarsson - Oud-Heverlee-Leuven - 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland

Varnarmenn:
Jón Guðni Fjóluson - Hammarby IF - 18 leikir, 1 mark
Ari Leifsson - Stromsgodset IF - 1 leikur
Brynjar Ingi Bjarnason - US Lecce - 6 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 23 leikir, 1 mark
Ari Freyr Skúlason - IFK Norrköping - 81 leikur
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC - 9 leikir
Alfons Sampsted - FK Bodo/Glimt - 5 leikir
Birkir Már Sævarsson - Valur - 101 leikur, 3 mörk

Miðjumenn:
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 7 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 101 leikur, 14 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 4 leikir
Andri Fannar Baldursson - FC Köbenhavn - 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - FC Schalke 04 - 28 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar - 25 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF - 12 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 10 leikir, 1 mark
Jó­hann Berg Guðmunds­son - Burnley - 81 leik­ur, 8 mörk

Sóknarmenn:
Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid Castilla - 3 leikir, 1 mark
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 4 leikir
Viðar Örn Kjartansson - Valerenga IF - 30 leikir, 4 mörk
Elías Már Ómarsson - Nimes Olympique - 9 leikir
Athugasemdir
banner
banner
banner