Þorri Mar Þórisson var ekki í leikmannahópi KA í gær þegar liðið tók á móti HK í Bestu deildinni.
Þorri er réttfættur bakvörður sem getur leyst bæði stöðu hægri og vinstri bakvarðar, hann verður 24 ára í ágúst og hefur verið á mála hjá KA í fjögur og hálft ár.
Þorri er réttfættur bakvörður sem getur leyst bæði stöðu hægri og vinstri bakvarðar, hann verður 24 ára í ágúst og hefur verið á mála hjá KA í fjögur og hálft ár.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 HK
Þorri er búinn að vera í nokkuð stóru hlutverki í sumar svo það vakti athygli þegar hann var ónotaður varamaður gegn Connah's Quay Nomads í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni og svo gegn Dundalk síðasta fimmtudag.
Í kjölfarið var hann svo ekki í hópnum gegn HK. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við KA.
Fyrir það hafði Þorri byrjað þrettán leiki í Bestu deildinni, einu sinni komið inn á og einu sinni ekki verið í hóp en það var gegn ÍBV í Eyjum.
„Þorri var utan hóps, var bara ekki valinn í hópinn," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, aðspurður út í Þorra eftir leikinn gegn HK í gær.
Athugasemdir