Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 03. október 2018 13:21
Elvar Geir Magnússon
Tufa ræðir við Grindavík, Fjölni og Leikni
Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA.
Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í slúðurpakka Fótbolta.net sem birtur var á mánudagskvöld kom fram að Srdjan Tufegdzic, sem hætti með KA eftir lokaumferðina um helgina, væri í viðræðum við Grindavík.

Fréttablaðið greindi svo frá því í gær að Tufegdzic, betur þekktur sem Tufa, væri á leið suður til viðræðna við bæði Grindavík og Fjölni.

Grindavík hafnaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar en Fjölnir lenti sæti neðar og féll því úr Pepsi-deildinni.

433.is greinir frá því að Tufa hafi einnig fundað með Leikni í Breiðholti sem endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.

Öll þessi félög eru án þjálfara.

Undir stjórn Tufegdzic komst KA upp í efstu deild þar sem liðið hafnaði um miðja deild síðustu tvö tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner