Í vikunni tilkynnti Fylkir að fótboltadeild félagsins hefði samið um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson sem var aðtoðarþjálfari meistarafokks karla og afreksþjálfari hjá félaginu.
Olgeir sagði í samtali við Fótbolta.net að hann vissi ekki hvers vegna honum hefði verið sagt upp og formaður fótboltadeildarinnar hjá Fylki gaf fá svör þegar leitast var eftir því í gær.
Olgeir sagði í samtali við Fótbolta.net að hann vissi ekki hvers vegna honum hefði verið sagt upp og formaður fótboltadeildarinnar hjá Fylki gaf fá svör þegar leitast var eftir því í gær.
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði meistaraflokks karla, tjáði sig um Olgeir í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið í gær.
„Ég veit ekki nákvæmlega ástæðuna fyrir uppsögninni. Olgeir er mjög fær og efnilegur þjálfari með mjög skemmtilega sýn á fótbolta. Hann hefur náð að koma sínum áherslum meira og meira inn í liðið. Við erum aðeins búnir að breyta leikstíl og það gefur auga leið hvaðan það er allt að koma. Við sjáum mikið á eftir Olgeiri, algjör toppmaður. Ég vona að hann verði kominn sem fyrst í þjálfun einhvers staðar."
„Þetta kom leikmannahópnum á óvart, kom flatt upp á mig. Ég mun sjá á eftir Olla," sagði fyrirliðinn.
Í þættinum ræddi þáttarstjórnandinn Albert Brynjar Ingason um að aðalþjálfarinn Rúnar Páll Sigmundsson væri ósáttur við að Olgeir hafi verið látinn fara.
Athugasemdir