Í gær var tilkynnt að Olgeir Sigurgeirsson væri hættur störfum hjá Fylki. Í tilkynningu fótboltadeildar Fylkis var sagt að samkomulag hafi verið gert um starfsflok. Í samtali við Fótbolta.net sagði Olgeir að honum hefði verið sagt upp en hann vissi ekki ástæðuna fyrir því.
Fótbolti.net ræddi í dag við formann fótboltadeildarinnar, Ragnar Pál Bjarnason, og var hann spurður út í tíðindi gærdagsins.
„Ég vísa bara í það sem við höfum látið frá okkur," sagði Ragnar Páll. Það sem Fylkir lét frá sér í gær var mjög stutt og einfalt:
„Knattspyrnudeild Fylkis hefur gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfari í afreksstarfi félagsins. Við þökkum Olgeiri fyrir gott samstarf síðustu ár. Leit að eftirmanni er þegar hafin."
Enginn sem fréttaritari hefur rætt við veit hvers vegna Olgeiri var sagt upp. „Þetta kemur ekki upp úr engu, við getum alveg verið viss um það. Við skiljum alveg að þetta veki upp forvitni en við höldum okkur við tilkynninguna, allavega í bili."
Ragnar segir að ráðinn verði inn nýr aðstoðarþjálfari en það sé ekki víst hvort það náist fyrir leikinn gegn Val á laugardaginn.
Hann segir að rætt hafi verið Rúnar Pál Sigmundsson aðalþjálfara áður en Olgeiri var sagt upp. Rúnar Páll vildi ekki missa Olgeir.
Ragnar var að lokum spurður út hvort uppsögnin hefði með meira með starf Olgeirs sem afreksþjálfara að gera eða starf hans sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.
„Þetta er blanda af hvoru tveggja, ekki bundið við annað hvort."
Rúnar Páll vildi ekki ræða málið þegar fréttamaður Fótbolti.net heyrði í honum í dag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir