Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 04. október 2021 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik fékk undanþágu og spilar á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir á miðvikudag liði PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli, UEFA hefur veitt Breiðabliki undanþágu á að spila leikinn á vellinum.

Flóðljósin uppfylla ekki kröfur sambandsins en styrkleiki þeirra verður aukinn fyrir leikina og eftir þá aukningu fékk Breiðablik grænt ljós frá UEFA. Annars hefði leikurinn farið fram á Laugardalsvelli.

„Það er staðfest að leikurinn verður á Kópavogsvelli. Staðan er þannig að það er koma aðili til þess að reyna auka ljósmagnið á því sem er til staðar og UEFA ætlar að láta það duga. Við vonum að það gangi upp í öllum leikjunum en þessi fyrsti leikur verður a.m.k. spilaður á Kópavogsvelli," sagði Sigður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

„Það voru önnur atriði, t.d. öryggismyndavélar í stúkunni og það var eitthvað sem við gátum græjað og lagfært. Ljósin voru það flóknasta," sagði Sigurður aðspurður hvort UEFA hefði sett út á aðra hluti.

Eruði ánægð með þessa niðurstöðu? „Þetta er bara frábært, þetta skiptir verulega miklu máli," sagði Sigurður að lokum.

Riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna er ný af nálinni, til þessa hafa verið leikin 16-liða úrslit en nú eru fjórir fjögurra liða riðlar.

UEFA veitir undanþágu í þetta skiptið en ef íslenskt lið kemst í riðlakeppnina að ári þá mun sambandið ekki veita þessa undanþágu.
Athugasemdir
banner
banner
banner