Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool hafnaði tilboði í Nat Phillips - Vilja 8 milljónir
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Nathaniel Phillips, kallaður Nat Phillips, gæti verið á förum frá Liverpool í sumar eftir að hafa verið hjá félaginu síðustu átta ár.

Phillips er 27 ára gamall miðvörður sem hefur verið varaskeifa í leikmannahópi Liverpool undanfarin ár. Hann hefur í heildina ekki komið við sögu nema í 29 leikjum fyrir félagið og leikið á láni hjá Stuttgart, Bournemouth, Celtic og Cardiff á undanförnum árum.

Það eru ýmis félög sem eru áhugasöm um Phillips og er Liverpool búið að hafna 4 milljóna punda tilboði frá tyrkneska félaginu Trabzonspor.

Liverpool vill fá 8 milljónir fyrir miðvörðinn sinn, en hjá Trabzonspor myndi hann spila ásamt nokkrum þekktum nöfnum úr fótboltaheiminum. John Lundstram, Thomas Meunier, Trézéguet og Mislav Orsic eru meðal leikmanna í leikmannahópi Trabzonspor.
Athugasemdir
banner
banner
banner