Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   lau 05. október 2024 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo og Mane skoruðu gegn Jóa Berg - Davíð Snær hafði betur í Íslendingaslag
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð Snær Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á og spilaði síðasta hálftímann þegar Preussen Munster tapaði 3-2 gegn Nurnberg í næst efstu deild í Þýskalandi í dag. Liðið er með fimm stig í 16. sæti eftir átta umferðir.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Hertha Berlin sem gerði 2-2 jafntefli gegn Schalke á útivelli. Liðið er í 9. sæti með 11 stig eftir átta umferðir.


Jason Daði Svanþórsson var tekinn af velli í hálfleik þegar Grimsby tapaði 3-0 gegn Doncaster í D-deildinni á Englandi en úrslitin voru ráðin í hálfleik. Grimsby er í 10. sæti með 15 stig eftir tíu umferðir.

Willum Þór Willumsson spilaði klukkutíma og Alfons Sampsted spilaði síðasta stundafjórðunginn þegar Birmingham tapaði 1-0 gegn Charlton í ensku C-deildinni. Birmingham er áfram á toppnum með 22 stig eftir níu umferðir, sjö leikja sigurgöngu liðsins lauk í dag.

Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson voru í byrjunarliði AB Kaupmannahafnar sem tapaði gegn Middelfart 3-1 í næst efstu deild í Danmörku. AB er með 12 stig eftir tíu umferðir í 9. sæti.

Daníel Freyr Kristjánsson var í byrjunarliði Frederica sem tapaði 2-1 gegn Horsens í næst efstu deild í Danmörku. Frederica er í 2. sæti með 21 stig eftir 12 umferðir.

Davíð Snær Jóhannsson kom inn á sem varamaður þegar Álasund lagði Sogndal 1-0 af velli á útivelli í norsku B-deildinni. Óskar Borgþórsson kom inn á sem varamaður hjá Sogndal. Álasund er með 28 stig í 12 sæti eftir 26 umferðir en Sogndal er í sætinu fyrir ofan með 30 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Al-Orobah tapaði 3-0 gegn Al-Nassr í Sádí-Arabíu. Sadio Mane skoraði tvennu en Cristiano Ronaldo kom Al-Nassr yfir með marki úr vítaspyrnu. Lærisveinar Milosar Milojevic í Al Wasl töpuðu 4-3 geegn Khorfakkan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Aron Einar Gunnarsson var ekki með Al-Gharafa þegar liðið steinlá 5-0 gegn Umm-Salal í bikarnum í Katar.

Kolbeinn Finnsson spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar Utrecht vann 3-2 gegn Waalwijk í efstu deild í Hollandi. Utrecht er í 2. sæti með 19 stig eftir sjö umferðir. Lille vann 2-1 gegn Toulouse í frönsku deildinni en Hákon Arnar Haraldsson er á meiðslalistanum. Lille er í 4. sæti með 13 stig eftir sjö umferðir.


Athugasemdir
banner