Rúnar Már Sigurjónsson - ÍA
Hinn reynslumikli Rúnar Már Sigurjónsson skoraði gjörsamlega frábært mark beint úr aukaspyrnu gegn Fram í 1. umferð Bestu deildarinnar. Það reyndist eina mark leiksins.
Rúnar var klárlega besti maður vallarins, sýndi gæði sín bersýnilega, og er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Rúnar var klárlega besti maður vallarins, sýndi gæði sín bersýnilega, og er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
„Rúnar var virkilega góður í þessum leik, á báðum endum vallarins. Við vitum hvað hann getur sóknarlega og svo er hann að fleygja sér fyrir boltann og bjargar marki einu sinni. Hann er þvílíkt fordæmi þarna. Gæðin eru til staðar og það verður skemmtilegt að fylgjast með honum í sumar," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu.
„Það er yfirleitt þannig þegar þú hittir hann vel að þú finnur það um leið. Það voru einhverjir sem sögðu að vindurinn hefði tekið hann eitthvað en ég er ekki sammála því. Ég náði að hitta hann vel þannig að það var gaman að sjá hann í markinu," sagði Rúnar sjálfur í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Á þessum tíma í fyrra var ég að koma til baka eftir aðgerð og meiðist svo aftur í lok síðasta tímabils og fer aftur í aðgerð. Ég var að koma til baka núna í febrúar og er búinn að taka allar æfingar síðan. Þannig að ég er mun fyrr kominn í gott stand núna heldur en í fyrra og búinn að ná að spila fullt af leikjum á undirbúningstímabilinu. Það er svo bara stígandi í þessu, ég var ekkert viss um að ég gæti klárað í dag en það gekk vel og það er langt í næsta leik og ég verð klár þá. “
Rúnar var gerður að fyrirliða hjá ÍA í vetur og fer af stað í deildinni af miklum krafti.
Athugasemdir