Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. nóvember 2022 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Albert spilaði í tapi - Markalaust hjá Midtjylland
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa og lék fyrsta klukkutímann í 2-1 tapi á útivelli gegn Reggina í Serie B í kvöld.


Heimamenn í Reggina fengu tvær vítaspyrnur sitthvoru megin við leikhléð og klúðraði Jeremy Menez úr fyrri spyrnunni en Hernani skoraði svo úr spyrnunni eftir leikhlé.

Liðin mættust í toppbaráttu Serie B og eru núna jöfn með 22 stig eftir 12 umferðir, fimm stigum eftir toppliði Frosinone sem er með fimm sigra í röð.

Reggina 2 - 1 Genoa

Í efstu deild í Danmörku var Elías Rafn Ólafsson varamarkvörður FC Midtjylland í markalausu jafntefli gegn toppliði Nordsjælland.

Jafnteflið var frekar dapurt þar sem aðeins þrjár marktilraunir af fimmtán rötuðu á markrammann.

Nordsjælland er með þriggja stiga forystu á toppinum á meðan Midtjylland er um miðja deild með 22 stig eftir 16 umferðir.

Midtjylland 0 - 0 Nordsjælland


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner