Spánverjinn Gonzalo Zamorano hefur síðustu átta sumur spilað á Íslandi og sett sitt mark á íslenska fótboltasumarið. Eins og staðan er í dag stefnir í að ekkert verði úr því að hann komi hingað til lands í níunda sinn.
Á milli tímabila á Íslandi hefur Gonzi oft spilað heima á Spáni og svo komið hingað til lands í mars og keyrt sig í gang með liði sínu. Í samtali við Fótbolta.net í gær sagði Gonzi að breyting yrði hjá sér þennan veturinn.
Á milli tímabila á Íslandi hefur Gonzi oft spilað heima á Spáni og svo komið hingað til lands í mars og keyrt sig í gang með liði sínu. Í samtali við Fótbolta.net í gær sagði Gonzi að breyting yrði hjá sér þennan veturinn.
Hann er kominn í nýtt starf á Spáni, vinnur fyrir Red Bull þar í landi, og spilar með CD El Alamo í fimmtu efstu deild Spánar. „Það er einfaldlega ekki þess virði núna að fara til Íslands," segir Gonzi.
Gonzi er 29 ára Spánverji sem hefur spilað með Selfossi síðustu þrjú tímabil. Þar á undan var hann hjá ÍBV, Víkingi Ólafsvík, ÍA og Hugin. Hann kom fyrst í Hugin árið 2017. Hann vann 2. deild og Fótbolti.net bikarinn síðasta sumar og var næstmarkahæstur í deildinni. Hann hjálpaði ÍBV upp úr Lengjudeildinni 2021.
Í 200 KSÍ leikjum hefur hann skorað 104 mörk.
Athugasemdir