Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 12:26
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan segir nú 99,5% að Liverpool vinni titilinn
Mynd: EPA
Liverpool er með fimmtán stiga forystu þegar liðið á níu deildarleiki eftir og jafnvel hjátrúarfyllstu stuðningsmenn liðsins eru byrjaðir að fagna titlinum.

Eftir jafntefli Arsenal í gær segir Opta Ofurtölvan að það séu 99,5% líkur á því að Englandsmeistaratitillinn endi á Anfield. Aðeins eru 0,5% líkur á því að Arsenal vinni.

Liverpool þarf 16 stig til að tryggja sér titilinn. Liðið þarf fimm sigra og eitt jafntefli úr leikjunum níu til að vera alveg öruggt.

Ef Arsenal vinnur leikinn sem liðið á til góða verður bilið 12 stig. Þá getur Liverpool í fyrsta lagi tryggt sér titilinn þann 3. maí, gegn Chelsea á Stamford Bridge. Viku síðar mætast Liverpool og Arsenal á Anfield.

Arsenal yrði þá fyrsta liðið til að standa heiðursvörð fyrir Liverpool.

Liverpool getur í fyrsta lagi tryggt sér titilinn 12. apríl, ef þeir vinna Everton og Fulham en Arsenal tapar gegn Chelsea, Fulham og Everton og vinnur ekki Brentford.
Enski boltinn - Forest, Bournemouth og Brighton í Meistaradeildina?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
7 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
8 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
9 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner