Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 13:44
Elvar Geir Magnússon
Rooney hefur trú á Höjlund þrátt fyrir afleita frammistöðu
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan um miðjan desember. Hann hefur skiljanlega hlotið mikla gagnrýni og Jamie Redknapp sagði í sjónvarpssal í gær að leikmaðurinn væri einfaldlega ekki nægilega góður fyrir Manchester United.

Höjlund hefur hinsvegar fengið stuðning úr öflugri átt en Wayne Rooney hefur trú á leikmanninum þrátt fyrir markaþurrðina. Hann segir þó augljóst að sjálfstraustsleysi sé að hrjá hann.

Höjlund kom af bekknum í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal í gær og fór illa með góð færi.

„Ég hef trú á honum. Hann er góður leikmaður og vinnusamur. Hann þarf á heppni að halda en þegar hann nær að skora þá býst ég við fleiri mörkum í kjölfarið," segir Ronney.

„Það er mikil pressa á þér ef þú ert sóknarmaður hjá Manchester United og ert ekki að skora. Menn byrja að efast um að þú hafir það sem þarf til að spila fyrir félagið."

„Þegar þig skortir sjálfstraust þarft þú að byrja á því að þú sért að koma þér inn í teiginn og komir þér í stöðu þar sem sem þú getur skorað. Það er eitthvað sem hann getur bætt sig í."
Athugasemdir
banner
banner