Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kallar blaðamenn lygara og blæs á sögur um framhjáhald
Marc-Andre ter Stegen.
Marc-Andre ter Stegen.
Mynd: EPA
Marc-Andre ter Stegen markvörður og fyrirliði Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings spænskra fjölmiðla.

Ter Stegen sagði frá því í síðustu viku að hann og eiginkona hans Daniela hafi ákveðið að skilja eftir sjö ára hjónaband. Hann bað um að fjölmiðlar myndu virða friðhelgi einkalífsins en þau eiga tvo drengi saman.

Slúðurmiðlar urðu ekki að ósk hans og fullyrt var að Daniela hefði haldið framhjá Ter Stegen með einkaþjálfaranum sínum.

Ter Stegen sá sig knúinn til að svara þessum fréttum og segir að um hreinar lygar sé að ræða. Hann nafngreinir fjölmiðlafólk og kallar það lygara.

Hann segir að mannorð Danielu hafi boðið hnekki sem ekki sé hægt að laga. Ekki hafi verið neitt framhjáhald og enginn þriðji aðili í spilinu.

„Það er algjörlega óásættanlegt að fjölmiðlar í ríkiseigu dreifi þessum falsfréttum þar sem Daniela er ranglega sökuð og ráðist á hana persónulega. Skaðinn er óbætanlegur," segir Ter Stegen í yfirlýsingu sinni.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Ter Stegen er 32 ára en hefur ekkert spilað síðan í september vegna slæmra hnémeiðsla.


Athugasemdir
banner
banner