Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 07. nóvember 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern kaupir ekki í janúar
Mynd: EPA

Herbert Hainer, forseti FC Bayern, hefur staðfest að þýska stórveldið muni ekki kaupa neinn nýjan leikmann í janúarglugganum.


Bayern keypti Sadio Mane, Matthijs de Ligt, Mathys Tel og Ryan Gravenberch fyrir rúmlega 110 milljónir evra í sumar og seldi leikmenn fyrir rúmar 100 milljónir.

„Við höfum enga þörf á nýjum leikmönnum í janúar. Við viljum frekar að leikmennirnir sem við höfum fyrir fái allir sinn spiltíma," sagði Hainer.

„Þjálfarinn er að standa sig mjög vel á því sviði."

Bayern fór hikstandi af stað í haust en er búið að vinna átta leiki í röð í öllum keppnum og er á toppi þýsku deildarinnar með 28 stig eftir 13 umferðir. Bayern er með þrjú lið á hælunum, þar á meðal Borussia Dortmund í fjórða sæti með 25 stig.


Athugasemdir
banner