Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. nóvember 2022 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Gakpo var falur fyrir 50 milljónir evra
Mynd: EPA

Marcel Brands, yfirmaður íþróttamála hjá PSV Eindhoven, viðurkenndi í viðtali við ESPN að framherjinn eftirsótti Cody Gakpo hafi verið falur fyrir 50 milljónir evra í sumar.


Brands segir að Leeds United hafi boðið um 40 milljónir evra fyrir framherjann á meðan Manchester United lagði aldrei fram tilboð þrátt fyrir viðræður.

Gakpo er 23 ára gamall landsliðsmaður Hollands og er kominn með 13 mörk og 17 stoðsendingar í 23 keppnisleikjum á tímabilinu.

Hann á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við PSV og líklegt að verðmiðinn á honum hækki fyrir næsta sumar þrátt fyrir vilja leikmannsins til að taka næsta skref á ferlinum.

Gakpo er fjölhæfur og getur leikið í öllum stöðum í fremstu víglínu en er þó vinstri kantmaður að upplagi.


Athugasemdir
banner
banner
banner