
Júlíus Mar Júlíusson hefur framlengt samning sinn við Fjölni út tímabilið 2025. Júlíus er uppalinn hjá Fjölni og lék með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Hann er fæddur árið 2004 og var máttarstólpi 2. flokks félagsins sem varð Íslandsmeistari í sumar. Ofan á það kom hann við sögu í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni.
Hann er fæddur árið 2004 og var máttarstólpi 2. flokks félagsins sem varð Íslandsmeistari í sumar. Ofan á það kom hann við sögu í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni.
Síðasta vetur var fjallað um að Júlíus hefði í tvígang farið til Ítalíu til æfinga. Hann æfði bæði með Hellas Verona og Torino.
Júlíus lék svo sína fyrstu landsleiki fyrir U19 landsliðið í sumar. Eldri bróðir Júlíusar, Guðmundur Þór, er einnig leikmaður Fjölnis.
Athugasemdir