Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. nóvember 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kaj Leo kallaður upp í landsliðshóp Færeyja
Kaj Leo er án félags eftir að hann yfirgaf ÍA.
Kaj Leo er án félags eftir að hann yfirgaf ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kaj Leo í Bartalsstovu hefur verið kallaður upp í færeyska landsliðið eftir langa fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Færeyjar fyrir tveimur árum og var ónotaður varamaður í einhverjum leikjum liðsins í fyrra.


Kaj Leo er samningslaus eftir að hafa leikið með ÍA í sumar og tekur hann sæti Jóannes Bjartalíð í hópnum sem er með brotna stórutá.

Kaj Leo gæti því komið við sögu í æfingaleikjum gegn Tékklandi og Kósovó seinna í nóvember þegar stærri þjóðir verða uppteknar á HM í Katar.

„Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og ég er ánægður með kallið. Vonandi fæ ég nokkrar mínútur á vellinum," sagði Kaj Leo í stuttu viðtali við færeyska knattspyrnusambandið.

Færeyjar spila við Tékkland 16. nóvember og Kósovó 19. nóvember.


Athugasemdir
banner
banner
banner