Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 07. nóvember 2022 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leið illa með að missa Daníel - „Var mjög sár og svekktur"
Daníel Finns Matthíasson.
Daníel Finns Matthíasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Leikni í fyrra.
Í leik með Leikni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir féll úr Bestu deildinni í sumar eftir erfiða úrslitakeppni. Það hafði mikil áhrif á frammistöðu liðsins í sumar að Daníel Finns Matthíasson, sem hafði verið með betri leikmönnum liðsins á undirbúningstímabilinu, ákvað að fara í Stjörnuna þegar korter var í mót.

Daníel, sem er uppalinn Leiknismaður, vildi fara frá félaginu stuttu fyrir mót eftir að Stjarnan hóf að gera tilboð í hann. Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, var í hlaðvarpi hér á síðunni í síðustu viku þar sem hann viðurkenndi að niðurstaðan í þessu máli hefðu verið mikil vonbrigði.

Hann var spurður að því hvernig sér hefði liðið með að missa Daníel rétt fyrir mót:

„Mjög illa. Þetta var á hræðilegum tímapunkti þar sem við gátum ekki fengið mann inn. Þetta var besti fótboltamaðurinn í liðinu. Hann var miðpunktur í sóknarleik okkar; mest skapandi, með besta skotfótinn, Leiknismaður, hann var búinn að vera geggjaður á undirbúningstímabilinu og búinn að bæta sig mikið... maður hélt að við myndum díla betur við að missa hann en svo fór maður að sjá að þetta var helvíti stór biti," sagði Siggi.

Þegar hann var spurður hvort hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með Daníel í þessu máli þá svaraði hann því játandi.

„Já, ég var það. Ég var mjög sár og svekktur, en þetta er bara fótbolti og hann tekur sínar ákvarðanir. Þetta hefur ekki spilast nógu vel fyrir hann hingað til en hann verður frábær fótboltamaður. Það er engin spurning um það. En sumarið hjá honum og sumarið hjá Leikni hefði verið öðruvísi ef hann hefði verið áfram. Það er klárt."

„Það var ekki búið að sýna brjálaðan áhuga fyrir þennan tíma. Stjörnumenn hjóla í hann - kannski ekki á besta hátt - og þá fara einhver hjól að snúast. Þetta endar svona sem var virkilega leiðinlegt."

Hann hafði átt flottan undirbúningstímabil og átti að vera einn af aðalmönnunum í sóknarleik Leiknis.

„Hann er ekki stór karakter í klefanum en gæðin og að hafa inn á vellinum, menn leituðu svakalega mikið í hann. Hann var kominn á þann stað að hann var orðinn kallinn þarna. Manni var farið að líða eins og hann væri aðalkallinn þegar við vorum með boltann. Þetta hafði mikil áhrif. Hann er líka svakalega góður náungi og öllum í klefanum líkaði vel við hann. Það var risastórt að missa hann."

Daníel var ekki í stóru hlutverki hjá Stjörnunni í sumar en það er alveg ljóst að hann hefði verið í mun stærra hlutverki í Breiðholtinu ef hann hefði haldið kyrru þar. Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið hér fyrir neðan en þar ræðir Siggi um það hvort það hafi komið honum á óvart að Daníel hafi ekki spilað stærra hlutverk í liði Stjörnunnar í sumar.
Siggi Höskulds gerir upp tíma sinn í Breiðholtinu
Athugasemdir
banner
banner