Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 07. nóvember 2022 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Löngu leikbanni Palomino aflétt
Palomino hefur spilað yfir 200 leiki á fimm árum hjá Atalanta.
Palomino hefur spilað yfir 200 leiki á fimm árum hjá Atalanta.
Mynd: EPA

Jose Luis Palomino, varnarmaður Atalanta, sá fyrir sér að vera í löngu banni frá fótbolta þegar hann var dæmdur fyrir ólöglega steranotkun í sumar.


Palomino greindist jákvæður fyrir notkun á Clostebol en neitaði sök og sagði þetta hafa gerst fyrir slysni.

Palomino er 32 ára gamall miðvörður frá Argentínu sem hefur þó aldrei spilað fyrir argentínska landsliðið. Hann er mikilvægur hlekkur í varnarlínu Atalanta og eru þetta frábærar fregnir fyrir félagið.

Palomino féll á handahófskenndu lyfjaprófi fyrir fyrstu umferð Serie A tímabilsins og hefur því ekki enn spilað keppnisleik á tímabilinu.

Dómararnir í málinu trúðu útskýringum Palomino á því hvers vegna anabólískir sterar fundust í líkama hans. Þeir munu birta niðurstöður sínar á innan við 30 dögum og útskýra hvers vegna leikbanninu var aflétt.


Athugasemdir
banner
banner
banner