banner
   mán 07. nóvember 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City fær hornspyrnusérfræðing frá Brentford
Guardiola er duglegur við að breyta til í þjálfarateyminu sínu.
Guardiola er duglegur við að breyta til í þjálfarateyminu sínu.
Mynd: EPA
Manchester City og Brentford eigast við í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fer fram um helgina. 

Man City náði á dögunum samkomulagi við Jack Wilson, leikgreinanda og sérfræðing í föstum leikatriðum hjá Brentford, og skiptir hann yfir til City í HM hlénu.

Wilson er búinn að kveðja starfslið og leikmenn Brentford og mun því ekki taka þátt í viðureign liðsins gegn Englandsmeisturunum á laugardaginn.

Hann verður í fullu starfi hjá City að vinna í að bæta árangur liðsins í föstum leikatriðum, bæði í vörn og í sókn.

City hefur lengi haft mætur á Wilson og náði samkomulagi við hann aðeins nokkrum dögum fyrir innbyrðisviðureign liðanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner