Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. nóvember 2022 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille kaupir Amine Harit (Staðfest)
Amine Harit gegn Pierre-Emile Hojbjerg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Amine Harit gegn Pierre-Emile Hojbjerg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Mynd: EPA

Miðjumaðurinn sóknarsinnaði Amine Harit var í byrjunarliði Marseille sem lagði Lyon að velli í stórleik í frönsku deildinni í gær.


Harit, sem er á láni frá Schalke, spilaði þar sem sinn fimmtánda leik á tímabilinu og við það virkjast ákvæði í lánssamningnum sem skyldar Marseille til að kaupa leikmanninn.

Harit er 25 ára landsliðsmaður Marokkó sem kom upp í gegnum yngri landslið Frakklands. Hann hefur verið lykilmaður í liði Schalke undanfarin ár og svo verið frábær á láni hjá Marseille undanfarin misseri.

Franska félagið borgar ekki nema 5 milljónir evra til að ganga frá kaupunum á Harit.


Athugasemdir
banner
banner
banner