Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 07. nóvember 2022 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Endurtekning á úrslitaleiknum frá því í vor - PSG mætir Bayern
Real Madrid lagði Liverpool í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Real Madrid lagði Liverpool í úrslitaleiknum á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Nyon í Sviss var í dag dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Riðlakeppninni lauk í síðustu viku og varð þá ljóst hvaða lið unnu sína riðla og hvaða lið fylgdu á eftir í öðru sæti. Liðin sem enduðu í 3. sæti fara svo í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Liðin sem unnu sína riðla mæta liðum sem höfnuðu í öðru sæti. Ekki var hægt að dragast gegn andstæðingi frá sama landi eða andstæðingi sem var í sama riðli. 16-liða úrslitin verða spiluð 14.-15. og 21.-22. febrúar og seinni leikirnir svo 7.-8. og 14.-15. mars.

Liðin sem mættust í úrslitaleiknum í París í vor, Liverpool og Real Madrid, drógust saman og er það líklega stærsta viðureignin í 16-liða úrslitunum. Önnur risastór viðureign er slagur PSG og Bayern Munchen. Chelsea mætir Dortmund, Tottenham mætir AC Milan og þá mun annað hvort Club Brugge eða Benfica komast í 8-liða úrslit.

16-liða úrslitin:
RB LEIPZIG - MANCHESTER CITY
CLUB BRUGGE - BENFICA
LIVERPOOL - REAL MADRID
AC MILAN - TOTTENHAM
EINTRACHT FRANKFURT - NAPOLI
BORUSSIA DORTMUND - CHELSEA
INTER - PORTO
PSG - BAYERN MÜNCHEN
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner