mán 07. nóvember 2022 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Methagnaður hjá Manchester City
Mynd: Getty Images

Manchester City er búið að tilkynna methagnað fyrir síðustu leiktíð, 2021-22, sem nemur 41,73 milljónum punda.


Þá tilkynnti félagið einnig met í veltu sem nam 613 milljónum punda og er næsthæsta velta í sögu ensks félags síðan Manchester United velti 627 milljónum árið 2019.

City vann ensku úrvalsdeildina í sumar og var það í sjötta sinn sem félagið vinnur eftir að Abu Dhabi United Group keypti félagið árið 2008. Þar af hefur City unnið úrvalsdeildina fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

„Þegar við keyptum félagið settum við okkur markmið um að skara framúr öðrum félögum og breyta viðmiðum innan fótboltaheimsins. Markmiðið okkar var skýrt, við ætluðum að setja viðmiðinn fyrir önnur félög og núna erum við loksins komin á þann stað, rúmum áratugi síðar," sagði Khaldoon al-Mubarak, forseti Man City, meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner