Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 07. nóvember 2022 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Shearer: Trippier verður að vera í byrjunarliði Englands
Mynd: Getty Images

Alan Shearer, fyrrum leikmaður Newcastle og enska landsliðsins, telur að bakvörðurinn Kieran Trippier verði að vera í byrjunarliði Englands á HM í vetur.


Trippier er 32 ára gamall og hefur verið í frábæru formi með Newcastle á tímabilinu. Hann átti flottan leik í 4-1 sigri gegn Southampton um helgina og lagði meðal annars upp mark.

„Þetta snýst um hvar hann mun spila ekki hvort hann mun spila. Hann getur spilað sem vinstri bakvörður, hægri bakvörður og hægri vængbakvörður," sagði Shearer í beinni útsendingu BBC.

„Þetta er frábær bakvörður. Hann er bæði góður að verjast og sækja og er mikill leiðtogi. Hann hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á Newcastle liðið og hlýtur að vera í byrjunarliðinu á HM."

Líklegt er að Trippier verði hægri bakvörður Englands á HM í ljósi meiðsla Reece James og Kyle Walker og slæms gengis Trent Alexander-Arnold á fyrri hluta tímabils.

Trippier byrjaði úrslitaleikinn á EM í fyrra í hægri vængbakverði sem og undanúrslitaleikinn á HM 2018. Undanfarið hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari þó verið að nota Trippier sem vinstri bakvörð í kjölfar meiðsla Ben Chilwell.


Athugasemdir
banner
banner
banner