mán 07. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southampton fær leyfi til þess að ræða við stjóra Luton
Nathan Jones.
Nathan Jones.
Mynd: Getty Images
Luton Town hefur gefið Southampton leyfi til þess að ræða við stjóra sinn, Nathan Jones.

Það er The Athletic sem segir frá þessum tíðindum.

Það var sagt frá því í morgun að Southampton hefði rekið Ralph Hasenhuttl úr starfi stjóra. Ákvörðunin var tekin eftir tap liðsins gegn Newcastle í gær. Sögur voru farnar að heyrast af því að það ætti að reka Hasenhuttl í HM hléinu en félagið ætlar ekki að bíða svo lengi.

Jones er einn af nokkrum kostum sem Southampton er að skoða fyrir starfið.

Hinn 49 ára gamli Jones hefur náð flottum árangri sem stjóri Luton þrátt fyrir lítið fjármagn. Í fyrra komst Luton í umspil í Championship-deildinni og var í baráttu um að fara upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner