Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. nóvember 2022 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Stundum skil ég bara engan veginn af hverju við erum með VAR"
Fagnar marki með Aston Villa.
Fagnar marki með Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Leon Bailey, leikmaður Aston Villa og lærisveinn Heimis Hallgrímssonar hjá landsliði Jamaíku, var sáttur með sigurinn gegn Manchester United í gær en hann var ekki eins sáttur með dómgæsluna í leiknum.

Hann var ekki sáttur með framkomu dómarana í leiknum og lét vita af því á samfélagsmiðlum eftir leik.

„Ég er mjög vonsvikinn með dómarana í dag," skrifaði Bailey á Twitter að leik loknum.

„Ég gat ekki andað eftir að ég fékk tvö olnbogaskot í rifbeinin. Aðstoðardómarinn lét mig vita af því að ég ætti ekki að segja neitt vegna þess að ég væri að gera það sama við (Lisandro) Martinez."

„Stundum skil ég bara engan veginn af hverjum við erum með VAR."

Bailey vildi þá fá að sjá Martinez fá refsingu fyrir atvikið sem má sjá myndband af hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner