mán 07. nóvember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona voru liðin þegar Barcelona og Man Utd mættust síðast
Phil Jones var í hægri bakverði hjá Man Utd í leiknum.
Phil Jones var í hægri bakverði hjá Man Utd í leiknum.
Mynd: Getty Images
Í dag var dregið í umspilið fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Í umspilinu eru sextán lið og eru leikin átta tveggja leikja einvígi um átta laus sæti í 16-liða úrslitunum.

Fyrstu liðin upp úr pottinum voru Barcelona og Manchester United! Rosaleg viðureign í Evrópudeildarumspilinu! Liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011.

Þetta eru tvö stórveldi sem eru ekki á besta stað akkúrat núna eins og sjá má því að þau eru bæði í Evrópudeildinni.

Þessi tvö lið mættust síðast í keppnisleik í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2019. Þá hafði Barcelona betur, samanlagt 4-0 eftir 3-0 sigur í seinni leiknum á heimavelli.

Liðin hafa breyst nokkuð mikið frá því síðast þegar þau mættust fyrir rúmum þremur árum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin voru síðast. Romelu Lukaku og Alexis Sanchez voru þá á meðal þeirra sem komu inn af bekknum hjá United. Hér fyrir neðan má einnig hlusta á Enska boltann þar sem rætt var um drættina í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.
Enski boltinn - Hæhæ tvíeykið gerir upp stórleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner